Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki í söngnámi og heilsueflandi raddrækt.

Raddbeiting I – heilsueflandi söngnám/raddrækt

Heilsueflandi söngnám fyrir leik- og grunnskólakennara. 

 Fyrirlestur   60+ mín.
“Hvað er heilsueflandi söngnám og hver er ávinningurinn af slíku námi?”
Fjallað er um niðurstöður rannsókna á áhrifum raddþjálfunar og söngs á líkamlega og andlega heilsu fólks. Fjallað um röddina í tali og söng, raddmyndun í samhengi við líkamsstöðu og öndun. Þátttakendum eru kenndar nokkrar grundvallaræfingar til að hefja markvissa raddþjálfun.
Farið er yfir hefðbundið skipulag raddþjálfunar í litlum hópum eða einktíma. Fjallað um skipulag einkatíma, við hverjur má búast, kvíða tengdan fyrsta tíma, væntingar nemendur hafa til raddþjálfunar, einstaklingsbundnar þarfir og kröfur kennara til nemenda sem koma reglulega.

Fyrirspurnum þátttakenda verður svarað á staðnum eða í tölvupósti.

 

Einkatímar: 1 x 40 mínútur: Nemendur fá einstaklingsmiðaða leiðsögn í raddbeitingu. Mikil áhersla er lögð á góða líkamsstöðu og öndun í einkatímum. Tímasetning einkatíma er samkomulagsatriði.

Engar kröfur eru gerðar um þekkingu á söng- eða tónlistarhæfileika.

Kennari: Sigríður Aðalsteinsdóttir söngkennari 

Verð á fyrirlestri til smærri hópa(allt að 10 manns): 40:000

Verð á einkatíma til kennara: 8.000