Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki í söngnámi og heilsueflandi raddrækt.

Raddbeiting I – heilsueflandi söngnám/raddrækt

Heilsueflandi söngnám fyrir leik- og grunnskólakennara. 

 Fyrirlestur   60 mín.
“Hvað er heilsueflandi söngnám og hver er ávinningurinn af slíku námi?”
Fjallað er um niðurstöður rannsókna á áhrifum raddþjálfunar og söngs á líkamlega og andlega heilsu fólks. Fjallað um röddina í tali og söng, raddmyndun í samhengi við líkamsstöðu og öndun.
Farið er yfir hefðbundið skipulag raddþjálfunar í einktíma. Fjallað um kvíða tengdan fyrsta söngtíma og þær væntingar nemendur hafa til námsins. Einnig óskir og/eða þarfir varðandi raddþjálfun.

Einkatímar: 1 x 40 mínútur: Nemendur fá einstaklingsmiðaða leiðsögn í raddbeitingu. Mikil áhersla er lögð á góða líkamsstöðu og öndun í einkatímum. Tímasetning einkatíma er samkomulagsatriði.

Engar kröfur eru gerðar um þekkingu á söng- eða tónlistarhæfileika.

Kennari: Sigríður Aðalsteinsdóttir söngkennari 

Verð á fyrirlestri til skóla. Fjöldi ótakmarkaður: 10.000

Verð á einkatíma til kennara: 6.000