Lærðu að syngja með þínu lagi

Örnámskeið

Örnámskeið hjá Siggu Aðalsteins á Akureyri  eru í boði reglulega allt árið um kring og eru auglýst sérstaklega.

Frábær leið til að hressa uppá röddina fyrir þá sem nota hana í vinnu að staðaldri  og/eða fá faglega leiðsögn með þín óskalög. Þú velur þínar dagsetningar sjálf/sjálfur. Þessi stuttu námskeið henta fyrir alla aldurshópa.

Verð: 25.000. 

Innifalið í námskeiðinu:

  • 1 x 60 mín. Kynningartími með fyrirlestri um röddina. Í kynningartíma er stiklað á stóru um lífræði raddarinnar, hvaða vöðvar koma við sögu o.fl. Einnig er farið yfir skipulag kennslu í einktímunum sem eru framundan Rætt er um  hvaða væntingar nemendur hafa til námsins, óskir og/eða þarfir varðandi raddþjálfun.
  • 3 x 30 mín. einkatímar þar sem nemendur fá leiðsögn með rétta líkamsstöðu, öndun og raddbeitingu.
  • 1 x 30 mín. eftirfylgni á netinu.

Verð er birt með sköttum og gjöldum. Athugið að flest stéttarfélög hluta námskeiðiskostnaðar. Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi.