Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki í söngnámi og heilsueflandi raddrækt.

Röddin

Hlutverk söngnkennara er ekki einungis að kenna nemendum að beita röddinni á réttan hátt. Hann þarf einnig að fræða nemendur um líffærið, raddböndin, og aðliggjandi vöðva. Hægt er að finna ógrynni af efni á veraldarvefnum um virkni raddbandanna. Efni sem er aðgengilegt og fræðandi. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um myndræna framsetningu á virkni raddbandanna.

Í fyrra myndbandinu er sýnt á einfaldan og skýran hátt hvernig röddin virkar í barkakýlinu. Raddböndin gegna fleiri hlutverkum en að skapa tal og tóna. Reyndar er talið að þau hafi fyrst og fremst þróast til að koma í veg fyrir að aðskotahlutir kæmust niður í öndunarveginn.

https://highimpact.com/exhibits/vocal-cord-anatomy

Í síðara myndbandinu er farið nánar yfir líffræði barkakýlisins.

https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK535342/