Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki

Öndun

 

Söngkennarar kenna nemendum að tengja röddina við líkamann. Ná djúpri, slakri öndun og, að stýra loftinu út í tali og söng. Að þjálfa góða öndun er vinna sem kallar á daglegar æfingar.

Allir anda. Þess vegna lifum við. Þindin sér til þess að loft dregst niður í lungun. Við það þrýstir hún á líffærin í kviðarholinu og maginn á okkur bifast út.

Góðu fréttirnar eru þær að æfingarnar má gera allstaðar og, að það þarf ekki að kenna fólki “að anda” til að lifa.  Þindin okkar (bláa línan) hefur séð um að koma súrefni ofan í lungun á okkur síðan við fæddumst. Við fáum sem sagt súrefni ofan í lungun þegar hún dregst niður og loftið fer út þegar hún dregst aftur upp.

Til að loftið fari aftur út úr líkamanum virkjast hinsvegar ósjálfrátt fleiri vöðvar. Við köllum þessa vöðva ásamt þindinni “öndunarvöðva” (sjá neðar lista yfir öndunarvöðvana). Við viljum ná valdi á þessum vöðvum til að geta  aukið magn lofts við innöndun og stýrt loftstreymi út í tali og söng.

Góð öndun hefur beina tengingu við líkamlega og andlegu vellíðan. Hún er ein ástæðan fyrir því að söngur og ekki síst söngnám undir handleiðslu fagfólks er talið mjög heilsusamlegt.

Það er hlutverk söngkennarans að útskýra hagnýt líffræðileg atriði sem tengjast söngnáminu. Öndun og þjálfun vöðva henni tengdri er lykilatriði.

Helstu öndunarvöðvarnir eru:

  1. Þind (sjá þindarvöðvann á mynd hér fyrir neðan)
  2. Millirifjavöðvar
  3. Kviðarholsvöðvar223681_diaphragm