Syngja.is býður uppá sveigjanlegt söngnám í einkatímum, raddþjálfun fyrir smærri hópa og kóra. Einnig einsöng við öll tækifæri.

Öndun

Djúp, slök öndun er öllum mikilvæg og ein af grunnstoðum í söngnámi frá upphafi.  Söngkennarinn kennir nemendum leiðir til að upplifa djúpa öndun og hvernig hægt er að þjálfa þá vöðva sem skipta máli við útöndun. Á einfaldan hátt má segja að verið sé að kenna nemandanum að virkja líkamann í gegn um söngnámið. Þess vegna er líkamstaðan okkur svo mikilvæg.

Helstu öndunarvöðvarnir eru:

  1. Þind (ósjálfráður vöðvi)
  2. Millirifjavöðvar
  3. Kviðarholsvöðvar.

 

223681_diaphragm

Í söngnámi er lögð mikil áhersla á það að nemendur læri djúpa, slaka öndun og virki og þjálfi tengda vöðva, (millirifjavöðva og kviðarholsvöðva) í líkamsstöðu og við raddbeitingu.