Lykilatriði er að finna sitt jafnvægi og “jarðtengingu”. Við þurfum að standa rétt en vera slök (ekki slöpp) til þess að líkaminn geti starfað eðlilega og áreynslulaust þegar við syngjum. Þetta er eitt það mikilvægasta sem nemendur læra hjá góðum söngkennara. Góð líkamstaða er ekki aðeins mikilvæg undirstaða fyrir góða öndun og raddbeitingu. Hún er mikilvæg í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur í lífinu.
Nemandinn þarf að þjálfa sig í að standa rétt þar til hann gerir það ómeðvitað. Hér gildir það sama og um aðra þætti sem tengjast söngnáminu: Daglegar æfingar skila árangri. Góð einföld lýsing á mikilvægi réttrar og eðlilegrar líkamstöðu fyrir söngvara hljómar svona:
“Til að syngja vel þarf maður að anda vel: og til að anda vel þarf að vera til staðar rétt líkamstaða – þar með er ekki sagt að hver sá sem stendur rétt, syngi vel. Að standa vel þarf ekki að þýða: að standa uppréttur, heldur þannig að allir vöðvar sem þarf að nota til að syngja geti starfað á eðlilegan hátt. ” að standa slakur” er dálítið sérkennileg en ákveðin ráðlegging til söngvara.”
-Ank Reinders í Atlas der Gesangskunst