Lærðu að syngja með þínu lagi. Syngja.is býður uppá sveigjanlegt söngnám fyrir fólk á öllum aldri, námskeið og raddþjálfun fyrir hópa. Einnig einsöng við öll tækifæri. Sendu fyrirspurn á syngja@syngja.is. Eða hringdu í síma 868 9858

Lærðu að standa

Rétt líkamsstaða er mikilvæg. Við viljum miða við þennan nr. 2 í röðinni. Við þurfum að standa rétt en vera slök til þess að öndunarvöðarnir geti starfað eðlilega.

Nemandinn þarf að þjálfa sig í að standa rétt þar til hann gerir það ómeðvitað. Staðreynd er í flestum tilvikum að á undan réttir öndun kemur rétt líkamstaða. Góð einföld lýsing á réttri og eðlilegri líkamstöðu fyrir söngvara hljómar svona:

“Til að syngja vel þarf maður að anda vel: og til að anda vel þarf að vera til staðar rétt líkamstaða – þar með er ekki sagt að hver sá sem stendur rétt, syngi vel. Að standa vel þarf ekki að þýða: að standa uppréttur, heldur þannig að allir vöðvar sem þarf að nota til að syngja geti starfað á eðlilegan hátt. ” að standa slakur” er dálítið sérkennileg en ákveðin ráðlegging til söngvara.”

-Ank Reinders í Atlas der Gesangskunst