Lærðu að syngja með þínu lagi

Líkamsstaða

Rétt líkamsstaða er mikilvæg. Við viljum miða við þennan nr. 2 í röðinni. Lykilatriði er að finna sitt jafnvægi með “jarðtengingu”. Við þurfum að standa rétt en vera slök til þess að öndunarvöðarnir geti starfað eðlilega og áreynslulaust. Það er eitt af mikilvægustu hlutverkum söngkennarans að kenna nemendum rétta líkamsstöðu. Góð líkamstaða er ekki aðeins mikilvæg undirstaða fyrir góða öndun og raddbeitingu. Hún er mikilvæg í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur.

Nemandinn þarf að þjálfa sig í að standa rétt þar til hann gerir það ómeðvitað. Staðreynd er í flestum tilvikum að á undan réttir öndun kemur rétt líkamstaða. Góð einföld lýsing á réttri og eðlilegri líkamstöðu fyrir söngvara hljómar svona:

“Til að syngja vel þarf maður að anda vel: og til að anda vel þarf að vera til staðar rétt líkamstaða – þar með er ekki sagt að hver sá sem stendur rétt, syngi vel. Að standa vel þarf ekki að þýða: að standa uppréttur, heldur þannig að allir vöðvar sem þarf að nota til að syngja geti starfað á eðlilegan hátt. ” að standa slakur” er dálítið sérkennileg en ákveðin ráðlegging til söngvara.”

-Ank Reinders í Atlas der Gesangskunst