Söngnám fyrir alla.

Kópavogur – Ingunn Ósk Sturludóttir

Netfang:
Símanúmer: 861 4802

Ingunn Ósk Sturludóttir hóf ung píanónám við Barnamúsíkskólann í Reykjavík. Síðar stundaði hún nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan 8. stigsprófi 1987. Um tveggja ára skeið stundaði Ingunn framhaldsnám í London hjá Valerie Heath-Davies og Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Haustið 1989 hóf hún nám við Sweelinck Tónlistarháskólann í Amsterdam og lauk þaðan prófi frá óperu- og ljóðadeild skólans 1992. Kennarar hennar þar voru Cora Canne-Mejer og Margret Honig.

Ingunn hefur haldið fjölda einsöngstónleika hér heima, í Evrópu og Norður-Ameríku, tekið þátt í flutningi á m.a. Messíasi eftir Händel og Sálumessu Mozarts, komið fram með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ingunn er búsett á Ísafirði og er þar virkur þátttakandi í blómlegu tónlistar- og menningarlífi Vestfirðinga. Ingunn kenndi söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar fram til ársins 2020.