Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki

Akureyri – Sigríður Aðalsteinsdóttir

 

Netfang: syngja@syngja.is
Sími: 868 9858

Sigga Aðalsteins

Sigríður Aðalsteinsdóttir söngvari og söngkennari stundaði söngnám á Íslandi, við Söngskólann í Reykjavík hjá Elísabetu F. Eiríksdóttur lengst of en einnig hjá Þuríði Pálsdóttur, og við Tónlistarháskólann í Vínarborg þaðan sem hún lauk námi sem óperusöngvari. Helsti kennari hennar þar var Helene Karuso, Kurt Malm og Michael Temme. Einnig stundaði hún nám við ljóða og óratoríudeild skólans hjá Charles Spencer.

Hún lauk kennslu- og uppeldisfræði frá Kennaraháskólanum haustið 2004 og hlaut kennsluréttindi frá Menntamálaráðuneytinu það sama haust. Árið 2013 lauk hún meistrarnámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.

Sigríður  söng frumraun sýna árið 1997 við Þjóðaróperuna í Vínarborg þá enn í námi og starfaði sem lausráðin söngvari við húsið fram til 2002. Hún flutti heim til Íslands 2001 og hefur síðan þá starfað við söngkennslu og sem söngvari. Meðal hlutverka sem hún fór með við Þjóðaróperuna má nefna Mercedes í Carmen, þriðja dama í Töfraflautunni og Fjodor í Boris Godunov.

Á Íslandi hefur Sigríður haldið fjölda ljóðatónleika og sungið á sviði Íslensku óperunnar,  með NorðurÓp, og Óp-hópnum. Meðal hluterka hennar hér heima eru þriðja dama í Töfraflautunni, Marcellina í Brúðkaupi Figarós og Miss Grose í Turn of the Screw. Hún var einnig einn einsöngvara í “Óperuperlum” sem Íslenska óperan setti upp.

Hún hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðrlands og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Einnig hefur hún komið fram með fjölda kóra, starfað með tónlistarhópum og tekið þátt í tónlistarhátíðum.

Sigríður kenndi við tónlistarskólann á Akureyri frá 2002 – 2007, við Söngskóla Sigurðar Demetz frá 2007 – 2014 og starfaði sem skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga frá 2014 – 2019. Hún stofnaði Syngja.is árið 2010 með það að markmiði að bjóða uppá sveigjanlegt söngnám sem er aðgengilegt fyrir alla.