Netfang: sigga@syngja.is

Símanúmer: 8689858

Sigríður lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1991 og 8. stigi og  burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1995. Aðalkennarar hennar þar voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Haustið 1995 hóf hún nám við óperudeild Tónlistarskólans í Vínarborg. Ári síðar hóf hún nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg þaðan sem hún útskrifaðist með hæstu einkunn árið 2000. Frá 1998-2001 stundaði hún einnig nám við ljóða- og óratoríudeild skólans og naut þar leiðsagnar prófessors Charles Spencer.

Sigríður lauk námi í kennslu og uppeldisfræði til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands (þá Kennaraháskóla Íslands) árið 2004 og meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla vorið 2013 með áherslu á meðvirkni starfsfólks skipulagsheilda.

Sigríður hóf söngferil sinn í Þjóðaróperunni í Vínarborg árið 1997. Hún var lausráðin einsöngvari við Þjóðaróperuna til ársins 2002. Hún söng ýmis hlutverk við húsið, m.a. þriðju dömu í Töfraflautunni, Fjodor í Boris Godunow og Mercedes í Carmen. Á Íslandi hefur hún sungið hlutverk Zitu í Gianni Schicci með Norðurópi,  þriðju dömu í Töfraflautunni, Marcellinu í Brúðkaupi Fígarós, Mother Goose í Rake’s Progress og Lolu í Cavalleria Rusticana og ýmis hlutverk í Óperuperlum hjá Íslensku óperunni. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari með ýmsum kórum og hljómsveitum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhlómsveit unga fólksins.

Sigríður hóf kennsluferil sinn haustið 2002. Hún starfaði sem söngkennari og fagstjóri við Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu 2002 – 2007. Þar stjórnaði hún ljóðadeild skólans og óperudeild. Hún setti upp og  leikstýrði m.a. verkum eins og Hans og Grétu eftir Humberdinck og Töfraflautu Mozartz. Frá 2007 – 2014 kenndi hún einsöng við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík.

Sigríður er skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga frá 2014.