Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki

Um Syngja.is

Syngja.is var stofnað árið 2010 sem sjálfstæður kennslu- og fræðsluvefur. Þörf var á námsumhverfi sem var sveigjanlegt og hentar þeim sem ekki vilja binda sig í reglulegu námi í tónlistarskóla. Meginmarkmið Syngja.is er að bjóða ávallt uppá faglega, vandaða söngkennslu og ráðgjöf fyrir alla sem vilja vinna með röddina. Ekki síst þá  sem vilja þjálfa líkamsstöðu og öndun sem er grundvallaratriði góðrar raddbeitingar.

Kennarar sem  bjóða þjónustu sína á syngja.is eru án undantekninga fagmenntaðir söngvarar og reynslumiklir söngkennarar.

Merki syngja.is var hannað af hönnuðinum Þóru Jónsdóttur. Um leið og merkið táknar kjarna málsins í söngnámi, röddina sjálfa, er það einnig tákrænt fyrir það sem Syngja.is stendur fyrir. Stílhrein hönnunin þess og glæsileiki vísar til fagmennsku á meðan hreyfanleikinn í merkinu, bylgjurnar, vísa bæði til  til sveigjanleikans sem Syngja.is býður uppá og tónbylgna sem við framleiðum þegar við tölum og syngjum.