Lærðu að syngja með þínu lagi!

Um Syngja.is

Eigandi Syngja.is er Sigríður Aðalsteinsdóttir söngvari og söngkennari. Hún er hlaut menntun sína í Söngskólanum í Reykjavík og í Tónlistarháskólanum í Vínarborg. Hún lauk námi í kennslu- og uppeldisfræði til kennsluréttinda frá Kennaraháskóla Íslands haustið 2004 og meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands árið 2013. Sigríður hefur leyfisbréf til kennslu frá Menntamálaráðuneytinu. Hún hefur kennt söng frá árinu 2002.

Syngja.is var stofnað árið 2010 sem sjálfstæður kennslu- og fræðsluvefur. Þörf var á námsumhverfi sem var sveigjanlegt og hentar þeim sem ekki vilja binda sig í reglulegu námi í tónlistarskóla. Meginmarkmið Syngja.is er að bjóða ávallt uppá faglega, vandaða söngkennslu og ráðgjöf fyrir alla sem vilja vinna með röddina. Ekki síst þá  sem vilja þjálfa líkamsstöðu og öndun sem er grundvallaratriði góðrar raddbeitingar.

Kennarar sem  bjóða þjónustu sína á syngja.is eru án undantekninga fagmenntaðir söngvarar og söngkennarar.