Söngnám fyrir alla.

Tangótríóið

“Tangótríóið” er skipað Sigríði Aðalsteinsdóttur mezzósópran, Chrissie Telmu Guðmundsdóttur fiðluleikara og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Tríóið var stofnað veturinn 2019 – 2020. Þær héldu sína fyrstu tónleika á Listasumri á Akureyri sumarið 2020.

 

“Tangótríóið”: Helga Bryndís, Sigríður og Chrissie

“Tvær í tangó og ein fiðla” bjóða uppá metnaðarfulla tónlistardagskrá með íslenskri og erlendri tangótónlist. Tríóið hyggur á tónleikröð á Íslandi á árinu 2021. Stefnt er að því að heimsækja félagsheimili í öllum landsfjórðungum með danstónleika þar sem gestum er boðið að njóta klassískrar tónlistar og dansa.

Dagskráin er aðgengileg, skemmtileg og seiðmögnuð. Nokkrir smellir sem sjaldan heyrast í meðförum klassískra tónlistarmanna heyrast þar í stórskemmtilegum búningi. M.a. “Austurstræti” eftir Ladda og “Kistutangó”. Einnig eru lög eftir fleiri núlifandi íslensk tónskáld t.d Tryggva Baldursson og Jóhann G. Jóhannsson. Af erlendum verkmu má nefna hið fræga verk “Tango Jelousie”.

Tóndæmi af æfningum: