Sigríður Aðalsteinsdóttir óperusöngvari og söngkennari er stofnandi eigandi Syngja.is. Hún hefur starfað við söng frá árinu 1997 og við söngkennslu frá árinu 2002.

Sigríður stofnaði Syngja.is árið 2010 sem sjálfstæðan kennslu- og fræðsluvef með það að markmiði að bjóða uppá vandaða klassíska söngkennslu og ráðgjöf fyrir alla sem vilja vinna með söngröddina.

Kennarar sem  bjóða þjónustu sína á syngja.is eru án undantekninga fagmenntaðir söngvarar og/eða með áralanga reynslu sem söngvarar og söngkennarar.

401131_2850525616803_1361225189_n