Fagmennska – Reynsla – Sveigjanleiki í söngnámi og heilsueflandi raddrækt.

Öndun

Söngkennarar kenna nemendum að tengja röddina við líkamann.  Þeir kenna og  þjálfa nemendur í því að öðlast vald yfir öndun,  djúpri, slakri innöndun og að stýra loftinu út í áreynslulausu tali og/eða söng. Til að einfalda skilning á hlutverki stærsta öndunarvöðvans, þindarinnar, er ágætt að skoða einfalda mynd en þindin gegnir því hlutverki að draga loft niður í lungun:

Fyrsta myndin sýnir þind í slakri stöðu (útöndun), önnur myndin sýnir stöðu þindar við innöndun og þriðja myndin sýnir eins og sú fyrsta slaka stöðu við útöndun.

Til að loftið fari aftur út úr líkamanum virkjast ósjálfrátt aðrir vöðvar því þegar innöndun sleppir er hlutverki þindarinnar lokið. Við köllum þessa vöðva, sem sjá um að koma loftinu út, ásamt þindinni “öndunarvöðva” (sjá neðar lista yfir öndunarvöðvana).

Við viljum ná valdi á þessum vöðvum til að geta stýrt önduninni okkar, aukið magn lofts við innöndun (millirifjavöðvar) og stýrt loftstreyminu með þeim út, í tali þegar á þarf að halda og einkum í klassískum söng. Það er þessi öndunartækni í samhengi við raddbeitingu sem er svo eftirsóknarverð fyrir marga þá sem nota röddina mikið að staðaldri.

Rannsóknir sýna að góð öndun hefur beina tengingu við líkamlega og andlega vellíðan. Hún er þannig megin ástæðan fyrir því að söngur og ekki síst söngnám undir handleiðslu fagfólks er talið mjög heilsusamlegt.

Það er hlutverk söngkennarans að útskýra hagnýt líffræðileg atriði sem tengjast söngnáminu og samhengi þeirra við raddbeitingu. Öndun og þjálfun vöðva henni tengdri er lykilatriði ef árangur á að nást. Í órjúfanlegu samhengi við öndun er líkamsstaða okkar og líkamsbeiting.

Helstu öndunarvöðvarnir eru:

  1. Þind (sjá þindarvöðvann á mynd hér fyrir neðan)
  2. Millirifjavöðvar
  3. Kviðarholsvöðvar223681_diaphragm