Arndis-netid-1
Netfang: arndishalla@syngja.is
Símanúmer: 691 9227

Frá árinu 2003-2012 var Arndís Halla ”The voice of Appasionata” eða “Rödd” Appasionata sem er ein frægasta hestasýning í heimi. Fyrirtæki Arndísar í Þýskalandi sá um alla tónlist í sýningunni þar sem hún söng og samdi fjölda verka. Sjá nánar: http://www.apassionata.de  .

Arndís Halla bjó og starfaði í Þýskalandi frá árinu 1994 – 2012 sem söngkona, leikkona, textahöfundur og tónskáld. Hún stundaði söngnám á Íslandi og í Þýskalandi.  Á Íslandi við  tónlistarskóla FÍH frá 1989-1991 og við Söngskólann í Reykjavík þaðan sem hún lauk 8. stigi í söng árið 1994. Hún stundaði framhaldsnám  við Listaháskólann í Berlín frá árinu 1994 og lauk þaðan lokaprófi í sviðslistum og klassískum söng árið 2000.

Auk starfa sinna hjá Appasionata síðast liðin 9 ár  hefur Arndís sungið fjölda óperuhlutverka í Evrópu og víðar. Meðal þeirra hlutverka sem hún hefur sungið eru Næturdrottningin í Töfraflautu Mozartz sem hún söng íÞjóðaróperunni í Prag og í Beseto óperunni í Seoul. Einnig hlutverk Frasquitu í Carmen eftir Bizet, Marzeline í Fidelio eftir Beethoven og  hlutverk Diönu  í Orfeus í Undirheimum eftir Offenbach í Komische Oper í Berlin. Hlutverk Fioridilichi í Cosi fan tutte eftir Mozart og hlutverk Susönnu í Brúðkaupi Figarós eftir Mozart í Landestheater Naustrelitz.  Hjá Íslensku óperunni hefur Arndís Halla sungið hlutverk Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni og hluverk Ariadne í óperunni Ariadne auf Naxos eftir Richard Strauss en fyrir það hlutverk var hún tilnefnd til Grímunnar-íslensku leiklistarverðlaunanna. Hún söng hluverk Evítu í samnefndum söngleik árið 2009 í Danmörku. Hún söng og lék í auglýsingaherferð Porche árið 2010 og kom fram sem einsöngvari á  fram sem einsöngvari á opnunarhátið kvikmyndahátiðarinnar í Feneyjum árið 2007.

Arndís Halla semur tónlist og hefur gefið út  hljómdiskana  Keep on walking(ásamt tónlistarmyndbandi), Edda og Óður. Hún átti lag í dönsku þáttaröðinni Örninn sem sýndur var á Rúv og framleiddur á árunum 2006-2007.