Velkomin á heimasíðu Syngja.is!

Ef þú ert að leita að  vandaðri klassískri söngkennslu sem byggir á reynslu og fagmennsku þá ert þú á hárréttum stað. 
Hjá Syngja.is eru kennd klassísk grundvallaratriði í einsöng fyrir byrjendur og hefðbundin klassísk söngkennsla fyrir lengra komna. 
Engar forkröfur eru gerðar til byrjenda.  Það sem þarf til er áhugi og viljinn til að læra að syngja.

Allir eru velkomnir og við minnum á að það er aldrei of seint að byrja.

Hér fyrir neðan er farið yfir ferlið í fyrstu söngtímum. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á syngja@syngja.is ef spurningar vakna.


Að hefja söngnám

Fyrstu söngtímarnir:

  • Í fyrsta söngtíma er farið yfir grundvallaratriðin sem nemandinn mun læra í söngnáminu. Þessi grundvallaratriði eru í grófum dráttum fræðsla um röddina sem líffæri, virkni þess og mikilvægi góðrar umhirðu.
  • Farið er yfir mikilvægi líkamsstöðu og öndunar í söng en þetta eru grundvallaratriði í allri raddbeitingu.
  • Gerðar eru einfaldar raddæfingar með nemandanum til að kynnast rödd hans.
  • Í lok tímans er söngkennarinn kominn með hugmynd um rödd/hljóðfæri nemandans og hvernig best er að skipuleggja næstu skref.

Framhaldið:

  • Framhaldssöngtímar eftir fyrsta tíma eru upprifjunartímar. Þeir byggjast svo  upp á og í kring um þá vitneskju sem söngkennarinn hefur aflað sér um rödd nemandans. Æfingar bætast við smátt og smátt.
  • Það er einstaklingsbundið hvenær nemendur byrja að vinna sönglög. Flestir byrja eftir einn eða tvo söngtíma.
  • Lagaval er samkomulagsatriði en þó er það háð byggingu raddarinnar hvaða efni verður fyrir valinu. Mikilvægt er að velja sönglög sem hæfa rödd nemandans og lög sem hægt er að nota þeim tilgangi að byggja hana upp.
  • Nemendur æfa sig lítið heima fyrst um sinn. Þeir eru hinsvegar hvattir til að hugsa um innlegg söngkennarans eftir hvern tíma og velta fyrir sér því sem fram fer í söngtímum.

Syngja.is – Reykjavík

Syngja.is – Akureyri