Til hamingju!

Ef þú ert að leita að vandaðri söngkennslu sem byggir á reynslu og fagmennsku þá ert þú á réttum stað.

Hjá Syngja.is eru kennd grundvallaratriði í einsöng fyrir byrjendur og lengra komna. Engar forkröfur eru gerðar til byrjenda. Það sem þarf er áhugi og viljinn til að læra að syngja. Aldurstakmarkið 16 ár á við um þá sem vilja læra klassískan söng. Börn og unglingar sem vilja læra undirstöðuatriði í góðri heilbrigðri raddbeitingu eru velkomnir í söngtíma 🙂

 

Kennsluaðferðir í söngnámi byggja að mestu á sýnikennslu og fyrirlestrum. Kennslan fer fram í einkatímum og er því einstaklingsmiðuð.

Einkenni söngnáms eru sífelldar endurteknar æfingar og leiðréttingar. Nemendur þurfa að búa yfir þolinmæði og miklum áhuga á viðfangsefninu.

Fyrstu söngtímarnir:

  • Í fyrsta söngtíma er farið yfir grundvallaratriðin sem nemandinn mun læra í söngnáminu. Þessi grundvallaratriði eru í grófum dráttum fræðsla um röddina sem líffæri, virkni þess og mikilvægi góðrar umhirðu.
  • Farið er yfir mikilvægi líkamsstöðu og öndunar í söng.
  • Gerðar eru einfaldar raddæfingar með nemandanum.
  • Í lok tímans er söngkennarinn kominn með hugmynd um rödd/hljóðfæri nemandans og hvernig hann þarf að grundvalla söngkennsluna sem framundan er.

Framhaldið:

  • Framhaldssöngtímar byggjast upp á þeirri vitneskju sem söngkennarinn hefur úr fyrsta tíma.
  • Það er einstaklingsbundið hvenær nemendur byrja að vinna sönglög. Flestir byrja eftir einn eða tvo söngtíma.
  • Lagaval er samkomulagsatriði en þó er það háð byggingu raddarinnar hvaða efni verður fyrir valinu.
  • Nemendur æfa sig lítið heima fyrst um sinn. Þeir eru hinsvegar hvattir til að hugsa um innlegg söngkennarans og velta fyrir sér því sem fram fer í söngtímum.